138. löggjafarþing — 38. fundur,  4. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:22]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Hann kom réttilega inn á það í svari sínu að farið væri eftir enskum lögum eftir að fyrirvörunum var breytt þar sem greiðsluskylda íslenska ríkisins gagnvart þessum skuldbindingum var vefengd. Í fyrirvörunum sem voru samþykktir hér í ágúst gat íslenska ríkið einhliða fellt niður og takmarkað ríkisábyrgðina ef skorið yrði úr því fyrir þar til bærum dómstólum og dæmt okkur í hag. En ef dómur fellur um málið eins og samningarnir eru núna, eins og ég skil þá, og okkur ber ekki lagaleg skylda til þess að greiða þessar innstæður, er það nánast bara teboð frá Bretum og Hollendingum. Hver er skoðun hv. þingmanns á því? Hversu mikið lagalegt gildi hefur þessi fyrirvari núna miðað við það sem áður var?