138. löggjafarþing — 39. fundur,  5. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[15:37]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég get svarað því að ég er fylgjandi þeirri leið sem er stigin hér í þrepaskiptu skattkerfi vegna þess að ég tel að sú útfærsla auki jöfnuð í samfélaginu. Ég tel að þegar hart er í ári eigum við að láta þá sem breiðustu bökin hafa leggja meira til samfélagsins. Það væri kannski fróðlegt að heyra hvort við deilum þessari grundvallarhugsun því mín skoðun er sú að við eigum að ná þessu markmiði í gegnum skattheimtu.