138. löggjafarþing — 40. fundur,  7. des. 2009.

almannatryggingar o.fl.

274. mál
[17:32]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og þau sjónarmið sem að baki liggja bráðabirgðaákvæðinu. Þar kemur skýrt og greinilega fram eindreginn vilji til að viðhalda þessum frítekjumörkum í atvinnutekjum fyrir öryrkja, ekki bara fyrir næsta ár heldur til framtíðar. Ég held að það sé mikilvægt í umfjöllun þingsins og kynningu hæstv. ráðherra að það komi skýrt og greinilega fram að það sé hinn eindregni vilji að þetta verði einfaldlega viðvarandi heimild og hvatning til öryrkja til virkrar þátttöku á vinnumarkaði og ég þakka hæstv. ráðherra fyrir góðan skilning á málefninu.