138. löggjafarþing — 40. fundur,  7. des. 2009.

almannatryggingar o.fl.

274. mál
[17:44]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef ekki eingöngu hjalað um sjómannaafsláttinn, ég hef þrisvar sinnum flutt frumvarp um að leggja hann af. Ég hef því ekki bara hjalað um það.

Varðandi fæðingarorlofið og sjómannaafsláttinn. Annað á að taka gildi eftir tvö ár, þ.e. ekki á næsta ári, hitt á að taka gildi strax 1. janúar og ég skil ekki þetta misræmi. Og líka það að menn skuli ráðast á fæðingarorlofið sem er jú mjög mikilvægt tæki til að laga jafnrétti kynjanna og það er verið að ráðast á það. Eru menn á móti jafnrétti kynjanna eða hvað?

Síðan langar mig til að spyrja: Hversu margir endurhæfast af endurhæfingarlífeyri? Hvaða úrræði eru til staðar handa því fólki og hversu margir öryrkjar og endurhæfingarlífeyrisþegar hverfa til atvinnulífsins aftur?