138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:23]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg):

Frú forseti. Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörum Alþingis frá því í sumar, fyrirvörum sem meiri hluti þingmanna lagði vinnu í að semja til að aðlaga Icesave-lánasamningana að skuldahlutfalli sem var ekki lengur 160% heldur 240%. Nú hefur komið í ljós að þetta skuldahlutfall er komið yfir 310% og miklar líkur á að skuldir þjóðarinnar séu ekki sjálfbærar. Óvissan um skuldaþol þjóðarbúsins en ekki áhugi á stundarávinningi gerir það að verkum að ég segi nei við ríkisábyrgð á Icesave.