138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:29]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Þau efnislegu rök sem meiri hluti utanríkismálanefndar lagði fram fyrir einu ári í þessu máli undir forustu hv. þm. Bjarna Benediktssonar standa enn. Þar segir, með leyfi forseta:

„… ljóst er að önnur aðildarríki EES-samningsins eru ekki sammála skilningi íslenskra stjórnvalda um að óvissa ríki að þessu leyti [þ.e. um ábyrgð íslenska ríkisins]. (Gripið fram í: Hvar sástu það?) Hugmyndir um að úr þessu yrði skorið fyrir hlutlausum úrskurðaraðila eða dómstól hafa ekki náð fram að ganga í viðræðum aðila.

Ljóst er að miklir hagsmunir eru í húfi um niðurstöðu fyrir báða aðila. Óhagstæð niðurstaða um skuldbindingu Íslands hefði alvarlegar afleiðingar fyrir ríkissjóð.“

Þessi ársgömlu rök hv. þm. Bjarna Benediktssonar standa enn og á þau verður að fallast. Ég segi já.