138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:38]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Það er óásættanlegt að ríkisstjórn í frjálsu lýðræðisríki leggi á þegna sína að ríkisvæða einkaskuldir fyrirtækja, skuldir sem þjóðin ber ekki nokkra ábyrgð á. Í annan stað er það hneyksli að ríkisstjórnin skuli koma heim með frumvarpsdrög að nýjum lögum frá Bretum og Hollendingum og framselji þar með löggjafarvaldið til erlendra aðila. Ríkisstjórninni var ekki falið að semja um lögin. Henni var falið að kynna lögin fyrir Bretum og Hollendingum til samþykktar eða synjunar. Í gildi eru lög nr. 96/2009, um ríkisábyrgð á Icesave-samningana, sem samþykkt voru 28. ágúst og átti ríkisábyrgðinni samkvæmt þeim að ljúka 2024.

Frú forseti. Þetta frumvarp er svik við komandi kynslóðir. Ég segi nei.