138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:51]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Í þessari breytingartillögu meiri hlutans endurspeglast niðurlæging Íslendinga. Íslendingar hafa með þessu ákvæði, sem ég sé að hefur verið samþykkt, afsalað sér dómsvaldi í þessu máli og staðfest vantrú erlendra aðila á íslensku dómskerfi. Það mundi ég aldrei gera, frú forseti.

Í öðru lagi er hér búið að nema úr gildi þann rétt sem Íslendingar höfðu ef Bretar og Hollendingar mundu ekki hlíta niðurstöðu einhvers úrskurðaraðila sem yrði okkur í hag. Rétturinn fólst í því að Íslendingar gátu sagt upp ríkisábyrgðinni. Það var tekið út. Meiri hlutinn tekur út þann rétt Íslendinga að segja upp ríkisábyrgðinni vilji Bretar ekki setjast niður með okkur (Forseti hringir.) í hið svokallaða kaffiboð. Ég segi nei.