138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:56]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Eins og ég fór yfir í fyrri atkvæðgreiðslu er hér búið að selja löggjafarvaldið úr landi. 1. mgr. 2. gr. þessa frumvarps gengur út á að ekkert í lögum þessum felur í sér viðurkenningu á að íslenska ríkinu hafi borið skylda til að standa við þessar skuldbindingar. Þrátt fyrir það fjallar frumvarpið um taumlausa ríkisábyrgð. Hvernig er hægt að koma með svona mál fyrir þingið, svo við tölum ekki um það að 2. mgr. 2. gr. fjallar um framsal á dómsvaldi Íslendinga? Ég hef farið yfir að lítið er orðið eftir hér af þrígreiningu ríkisvaldsins sem studd er í 2. gr. stjórnarskrárinnar. Eftir situr framkvæmdarvaldið og við sjáum hverju það fær áorkað. Ég segi nei.