138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:03]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér eru lagaleg viðmið og efnahagsleg viðmið tekin úr íslenskum lögum og flutt yfir í samninginn sem um gilda bresk lög. En meira er gert. Í efnahagslegu fyrirvörunum eru vextir undanskildir. Þjóðin skal greiða vexti, alveg sama hvernig staðan er á Íslandi. Ég bið hv. stjórnarliða sem greiða þessu atkvæði að hugsa vel um það hvernig þeir ætla að greiða vexti þegar hér er allt í kaldakoli, margir fluttir af landi brott o.s.frv. Hvernig ætla þeir að gera það og í hvaða stöðu eru þeir þá til að semja þegar þeir geta ekki staðið við ríkisábyrgðina? (Gripið fram í: … Íslendingar geta …) Ég tel að ekki séu nokkrar líkur á þessu. Ég skora á hv. þingmenn að skoða hug sinn mjög nákvæmlega hvað þetta varðar því að þetta er eitt hættulegasta ákvæðið í þessu nýja samkomulagi sem búið er að eyðileggja þá fyrirvara sem voru settir í sumar. Ég segi nei.