138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:09]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Þessi grein í þessu ógæfufrumvarpi þýðir að þetta verður í raun og veru óendanlegt lán ef ekki gengur vel. Og það mun ekki ganga vel hér á landi ef við tökum á okkur þessa vexti. Ef við tökum á okkur svona gríðarlega stóra skuldbindingu sem þýðir að tekjuskattur 79.000 skattborgara fari í að greiða bara vextina held ég að staða okkar, þegar við ætlum að fara að teygja þetta í svona endalaust teygjulán, verði ekki til þess fallin að halda við einhverju velferðarsamfélagi, ef grunnstoðirnar verða ekki bara hrundar til grunna. Ég get ekki annað en sagt nei við þessu eins og öllum þeim breytingum sem verða hér lagðar fram og legg til að frumvarpinu sem samþykkt var í sumar (Forseti hringir.) verði haldið til haga og við skilum þessu aftur heim til föðurhúsanna.