138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:16]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti. Hvað eru sjálfstæðismenn og stjórnarandstæðingar að segja? Þeir eru að segja að þeir séu tilbúnir til að láta 15–20% af skuldum okkar, um það bil 200 milljarða kr. núvirt, koma í veg fyrir að við getum greitt skuldir okkar, að við getum endurfjármagnað okkur eða hafið endurreisnina í þessu landi. Þeir vita rétt eins og ég að forsenda þess að við getum hafið endurreisnina er að við fáum fjármagn erlendis frá inn í okkar hagkerfi. Okkar uppbyggingarstarf byggist á því. Ég spyr: Halda menn að einhver erlend lánastofnun sé tilbúin að koma með peninga inn í þetta hagkerfi ef menn segja: Ja, ég veit ekki alveg hvort eða hvenær ég get greitt lánið. Þess vegna segi ég já.