138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:22]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þetta er dökkur dagur og mjög margir þingmenn greiða atkvæði samkvæmt flokksaga en ekki samkvæmt skynsemi og sannfæringu. (Gripið fram í.) Þeir hafa ekki tekið þátt í umræðunni sem segir mér það að þeir hafi eitthvað að fela, þeir geta ekki horfst í augu við vandann. Þannig er það bara. Nú verðum við að vona að fljótlega fáist niðurstaða í deilumálum hjá Landsbankanum svo hann geti farið að greiða út en hann getur ekki greitt út krónu eða pund fyrr en búið er að ganga frá öllum málaferlum, sem getur tekið 3–4 ár. Við verðum að vona það og við verðum að vona, frú forseti, að það verði verðbólga í Bretlandi því það er einn mesti áhættuþátturinn. Við verðum að vona að það verði verðbólga í Bretlandi en ekki verðhjöðnun. Ef það verður verðhjöðnun er íslenska þjóðin í mjög djúpum vandamálum og á mjög erfitt með að greiða vexti af þessum skuldum sem hún er búin að taka á sig. Ég segi nei við þessu.