138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

álag á Landspítalanum.

[10:42]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Álfheiður Ingadóttir) (Vg):

Frú forseti. Ég þekki þær upplýsingar eða það sem hv. þingmaður segir um að álag á sjúkraliða hafi aukist gríðarlega. Nefnt er að sjúkraliðum hafi fækkað um 75% og þá er átt við bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi. Staðreyndin er að það er ekki kallað út núna vegna veikinda eða þegar forföll verða. Það er að nokkru leyti ekki mikil breyting frá því sem áður var vegna þess að það var svo mikil mannekla að yfirleitt var ekki hægt að bæta við mannskap. En það atriði sem hér hefur verið nefnt er með öðru til skoðunar hjá landlækni samkvæmt sérstöku bréfi sem var sent í síðustu viku.

Hv. þingmaður spyr hve mikil aukning á mannafla og launum hafi verið á Landspítalanum á þessu ári. Ég er því miður ekki með þær tölur við höndina en get komið þeim upplýsingum til hv. þingmanns.