138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[21:17]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í allri áætlanagerð fyrir opinber útgjöld skiptir miklu að skoða útgjöld ríkis og sveitarfélaga í samhengi. Það er algjört grundvallaratriði og gengið út frá því að niðurskurður á öðrum staðnum valdi ekki sama kostnaði á hinum.

Hins vegar bind ég miklar vonir við samstarf sveitarfélaga og ríkisins þar sem mér er kunnugt um að öll þessi mál eru tekin upp á borðið og rædd og leitað að lausnum. Sem betur fer hefur samstarfið gengið ágætlega.

Varðandi tekjuskattinn vegna fyrirframgreiðslna stóriðjufyrirtækja, þá er gert ráð fyrir 1,2 milljörðum í fyrirframgreiðslu og þetta er samkomulag Samtaka atvinnulífsins, stóriðjufyrirtækjanna og ríkisstjórnarinnar.