138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[21:23]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi breytingartillögurnar sem hv. þingmaður spurði um var tillagan um framhaldsskóla almennt samþykkt af ríkisstjórninni og lögð fram af henni með rökum frá menntamálaráðuneyti og upplýsingum um raunverulega nemendafjölgun sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir. Tillaga um fjárveitingu til Keilis var lögð fram af fjárlaganefndinni sjálfri og tillaga um símenntun af ríkisstjórninni. Í heildina eru þetta 1.019 milljónir. Ég vona að ég hafi svarað spurningunni.