138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[21:39]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tel rétt að blanda mér örlítið í umræðuna um fundarstjórn forseta þar sem gríðarlega mikilvægt er að enginn efi ríki í hugum þingmanna um það hvernig staðið verður við samkomulagið sem gert var og menn vísa hér til og ég heyri að töluverður órói er í þingmönnum um það og þá sérstaklega í ljósi þess hvernig fundur í efnahags- og skattanefnd fór fram hér í morgun.

Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að forseti fullvissi hv. þingmenn alla sem einn um það — ég sé að hv. þm. Helgi Hjörvar býr sig nú undir að, nei, ég hélt að hann byggi sig undir að koma aftur í ræðustól til að fullvissa hv. þingmenn um að vissulega verði farið að þessu samkomulagi í hvívetna. Það þarf bara að leggja fram áætlun um það hvernig og hvenær á að uppfylla þetta samkomulag og hvernig þetta á allt að nást á tilskildum tíma.