138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[22:14]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ástæðan fyrir því að Icesave-samningarnir eru ekki í fjárlagafrumvarpinu er sú að ekki er búið að ganga frá því máli. Þar af leiðandi er sá hluti útgjaldaliðar ekki í fjárlagafrumvarpinu. Ég tel því miður að við komumst ekki lengra með þessa Icesave-samninga. (Gripið fram í: Uppgjöf!) Það er ekki uppgjöf að mínu mati. Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann. Icesave-skuldbindingarnar hverfa ekki út um gluggann, þær gera það ekki. (Gripið fram í.) Hv. þingmaður, ég hef svarað því og get endurtekið það: Í fjárlagafrumvarpinu (Forseti hringir.) eru ekki tillögur um mál sem ekki er búið að ganga frá.