138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[22:19]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvað varðar síðustu spurninguna vísa ég til félags- og tryggingamálanefndar þar sem þetta hefur verið rætt. Hvað varðar málið í heild á það sér nokkurn aðdraganda. Oft er erfitt að vinda ofan af hlutunum þegar þeir eru komnir af stað. Upphafið er í stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks árið 2007, það speglar inn í fjárlög þessa árs og heldur svo áfram að spegla inn í fjárlög 2010 með flutningi hjúkrunarheimilanna.

Ég get líka lýst því yfir að ég hef áhyggjur af því að hafa ekki fengið betri upplýsingar um þá sýn sem þeir sem að þessu standa hafa til þeirra langlegusjúklinga sem yngri eru og til alzheimersjúklinga sem eru inni á þessum heimilum. Jú, ég hef af því nokkrar áhyggjur (Forseti hringir.) og eins hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma sem ég tel að sé vel í lagt.