138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

umfjöllun fjárlaganefndar og utanríkismálanefndar um skýrslur Ríkisendurskoðunar.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að með bréfi, dagsettu 14. desember 2009, hefur forseti óskað eftir því við fjárlaganefnd að hún fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar, um endurskoðun ríkisreiknings 2008. Einnig hefur forseti, með bréfi dagsettu 14. desember 2009, óskað eftir því við utanríkismálanefnd að hún fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar um útflutningsaðstoð, erlendar fjárfestingar á Íslandi og landkynningu í samræmi við reglur um þinglega meðferð skýrslna Ríkisendurskoðunar.