138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:00]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta mál er vanbúið á margan hátt og tekjuhlutinn er í miklum ólestri. Það liggur fyrir að tillögur ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir hafa komið fram á síðustu dögum og þá hefur sjóðstreymi og áætlanir verið að breytast dag frá degi. Ég fagna því að formaður fjárlaganefndar er reiðubúinn að fara ítarlega yfir málið milli 2. og 3. umr. Ég tel mjög brýnt að við skoðum t.d. þau skörð sem verið er að höggva í velferðarkerfið okkar en legg til að fjárlaganefnd skoði líka mjög ítarlega þann tekjuhluta sem verið er að fara í.