138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:11]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um framkvæmdir á Alþingisreitnum. Það vita flestir að þar hefur staðið yfir fornleifauppgröftur og í ljós komið töluvert magn minja sem menn telja að þurfi að varðveita. Í ljósi þess að það verði gert og í ljósi þess að flytja þarf Skúlahús og ganga frá til að forða meiri skemmdum en ella hefði orðið mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styðja þessa tillögu.