138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:14]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Í þessari tillögu er meiri hluti fjárlaganefndar að leggja til 25 millj. kr. framlag til sóknaráætlunar 20/20 sem ég veit reyndar ekkert um þó að ég sitji í hv. fjárlaganefnd nema það að Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, stýrir þessu verkefni, enda hefur sóknaráætlun 20/20 aldrei verið kynnt í fjárlaganefnd. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins telur það vera óeðlileg vinnubrögð að úthluta fjármunum í slík verkefni á sama tíma og verið er að skera niður í velferðarþjónustunni.