138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:19]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það er verið að stíga jákvætt skref við að auka framlög, 50 millj., til þessa mikilvæga málaflokks, jöfnunar á námskostnaði. Ég legg samt til að fjárlaganefnd fari ítarlegar yfir þetta milli 2. og 3. umr. og við könnum til hlítar hvort ekki sé hægt að leggja meira í þennan mjög svo mikilvæga málaflokk.