138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:21]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um heiðurslaun listamanna, svokallaðra opinberra ríkislistamanna. Það er nefnilega fjöldi listamanna á Íslandi, mjög stór fjöldi og vaxandi sem betur fer en ég tel mjög rangt að ríkið sé að segja hverjir séu listamenn og hverjir ekki. Ég tel það rangt að ríkið sé að raða mönnum einhvern veginn upp og alveg sérstaklega vegna þess að þeir sem eru á þessum lista hafa sýnt sig og sannað og þurfa ekki á neinum styrk að halda. Þess vegna ætti í rauninni að standa hérna 1 kr. fyrir hvern og einn, heiðurslaun. Hins vegar eru mjög stórir listamenn, ég nefni Björk Guðmundsdóttur sem hefur borið hróður Íslands um allan heim, hún er ekki á þessum lista og ég hef svo sem lagt það til áður að hún fengi eina krónu á mánuði, þannig að það væri hreinn heiður sem hún fengi þá sem listamaður. Ég segi nei við þessu.