138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:30]
Horfa

Ólöf Nordal (S):

Hæstv. forseti. Hér er lögð til 86 millj. kr. aukning til héraðsdómstóla til að fjölga héraðsdómurum. Þessi ráðstöfun er nauðsynleg vegna aukins álags í dómskerfinu. Þingflokkur sjálfstæðismanna styður þessa tillögu en vill beina því til meiri hluta fjárlaganefndar að skoða kerfið í heild og vill nefna að það þarf að skoða sérstaklega fjárveitingar til löggæslu í landinu.