138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:33]
Horfa

Ólöf Nordal (S):

Frú forseti. Hér er verið að bæta í til fangelsismála í landinu. Í fangelsum landsins er gríðarlegur vandi, þau eru yfirfull og þarf að grípa til bráðaaðgerða til að leysa þann vanda. Hér eru lagðar til fjárveitingar til að leysa úr þessum bráðavanda. Þingflokkur sjálfstæðismanna styður þessar tillögur en vill þó taka fram að það er nauðsynlegt að horfa til fangelsismála í heild og til lengri tíma og þetta er einn liður í því.