138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:34]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið hafa fangelsismál hér verið í miklum ólestri og mikið fjármagn vantað til þess að aðilar sem hlotið hafa dóm geti hafið afplánun. Meira að segja hefur komið inn í umræðuna að listarnir séu svo langir að refsing hafi fallið niður.

Framsóknarflokkurinn stendur því heils hugar að þessari aukningu og telur þetta vera í miklum takti við málflutning flokksins nú á haustdögum. Ég ítreka eins og hv. þm. Ólöf Nordal að þetta er einungis fyrsta skrefið í þeim brýnu málum, sem bíða þjóðarinnar hvað varðar fangelsin, og heildarlausnum sem kunna að skapast í framtíðinni eins og að byggja nýtt fangelsi.