138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:47]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vildi vekja athygli á og tala aðeins um lið b, þjóðlendumál. Það er ríkisvaldinu til vansa hvernig staðið hefur verið að því máli frá upphafi og hafa ýmsir komið að því máli. Í ræðum forsvarsmanna stjórnarflokkanna í gær, m.a. varaformanns fjárlaganefndar Björns Vals Gíslasonar, kom fram að fjárlagafrumvarpið sýndi stefnumótun og markmið og það sem ríkisvaldið vildi færa fram. Ég vil vekja athygli á því að enn skal haldið áfram í þjóðlenduleiðangurinn. Hér er 16,5 millj. kr. í aukning í viðbót við 4,3 milljónir, þetta er komið í tæpa 21 millj. kr. Ég hvet fjárlaganefnd til að fara yfir hvort ekki sé rétt að snúa af villu vegar og hætta þessum þjóðlenduágangi á land, bæði í einkaeigu og eigu sveitarfélaga, og láta hér við sitja. Ellegar er ljóst hver ber ábyrgð á þessu máli og (Forseti hringir.) það gera ekki framsóknarmenn. Við ætlum að sitja hjá.