138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:49]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Það er vissulega dálítið snúið að greiða atkvæði með þessu, á móti eða sitja hjá. Ég er hlynnt því að skera framlög til stjórnmálaflokka meira niður, sérstaklega á svona tímum og mér finnst að það þurfi að endurskoða það kerfi alveg frá grunni. Þetta eru náttúrlega bara samtök og félagsgjöld hljóta að geta haldið þeim uppi. Ég veit að ég verð ekki vinsæl í dag fyrir að segja þetta en mér finnst að við hefðum átt að taka miklu hærri prósentu af framlögum til stjórnmálasamtaka. Ég er hlynnt því að skera niður en ég hefði viljað skera meira niður þannig að ég ætla að sitja hjá.