138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:51]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Virðulegi forseti. Í ljósi mikilvægs vægis sveitarfélaga í þjónustu við íbúa landsins er þörf á að vekja athygli á þessum lið, ekki vegna þeirra athugasemda sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent hæstv. ríkisstjórn og Alþingi um fjármálaleg samskipti þessara tveggja aðila. Þar er ríkisvaldinu borið á brýn að hafa þverbrotið samkomulag frá árinu 2005 og enn fremur nýtt samkomulag um vegvísi um hagstjórn sem gert var síðast í október. Þetta er sérstaklega mikilvægt ekki síst í ljósi þeirra upplýsinga sem berast þingmönnum og íbúum þessa lands um fjárhagslega afkomu sveitarfélaga í landinu og nú síðast með þeirri umræðu og þeirri alvarlegu stöðu sem er uppi í Álftaneshreppi. Þess vegna skora ég á stjórnarmeirihlutann að taka þessi mál til gagngerrar endurskoðunar og ekki síst að standa við samkomulag við sveitarfélögin.