138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[13:14]
Horfa

Ólöf Nordal (S):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða heimildarákvæði vegna byggingar nýs Landspítala, hátæknisjúkrahúss. Það hefur verið gagnrýnt hér á fyrri stigum að vera með opnar heimildir í heimildarákvæðum þegar um er að ræða miklar fjárskuldbindingar fyrir ríkissjóð. Ég held að það sé ástæða til að taka undir þá gagnrýni og ég held að það sé nauðsynlegt fyrir hv. fjárlaganefnd milli umræðna að gera sér grein fyrir hvaða fjárbindingar hér eru í húfi og koma þeim fyrir á réttum stöðum í fjárlagafrumvarpinu en setja ekki opnar heimildir í heimildarákvæði.