138. löggjafarþing — 45. fundur,  15. des. 2009.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[21:11]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi Farice get ég nefnt það að hæstv. samgönguráðherra fagnar því mjög að þetta mál skuli loksins vera komið hingað inn og framtíðin hvað varðar uppbyggingu á þessu gagnaveri skuli vera orðin ljós, sem hún er með framlagningu þessa frumvarps. Við höfum lokið þessari samningagerð vegna þess að áætlanir Farice gera beinlínis ráð fyrir því þannig að þetta skiptir þar gríðarlega miklu máli.

Varðandi línulagnir og annað nefndi ég að þetta gæti orðið allt að 80–140 MW verkefni árið 2016, það fer auðvitað eftir því hvernig menn nýta gagnaverið en þegar það er fullbyggt. Nú þegar hafa þessir aðilar tryggt sér 25 MW og með það verður byrjað. Út frá 25 MW lít ég svo á að línulagnir séu í lagi en það er alveg klárt að þegar það stækkar þurfum við að skoða línulagnir. Ég hef áður sagt að suðvesturlína snúist líka að ákveðnu leyti um (Forseti hringir.) afhendingaröryggi á þessu svæði þannig að hún er mun stærra mál en einstök verkefni.