138. löggjafarþing — 45. fundur,  15. des. 2009.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[21:19]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég skil þetta samt ekki alveg með eignarhaldið vegna þess að í 1. gr. stendur, með leyfi forseta:

„Í lögum þessum merkir hugtakið „félögin“ Verne Holdings ehf., Verne Real Estate ehf. og íslensk dótturfélög í meirihlutaeigu þeirra, núverandi eða síðari, enda sé starfsemi þeirra í beinum tengslum við verkefnið.“

Þarna er greinilega að einhverju leyti um íslenska eigendur að ræða og þess vegna var ég að velta þessu fyrir mér með gjaldeyrishöftin. Hæstv. ráðherra velti þá upp þeirri hlið á málinu að ESA mundi ekki heimila þetta ef þetta væri ekki erlend fjárfesting. Án þess að ég vilji leggja stein í götu verkefnisins þá kalla ég eftir því að hæstv. ráðherra útskýri þetta fyrir mér.