138. löggjafarþing — 45. fundur,  15. des. 2009.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[21:19]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er það ljúft og skylt. Þegar fjárfesting af þessu tagi á í hlut er verið að tala um að eigendurnir séu alltaf erlendis, séu alltaf með erlent ríkisfang. Hvað varðar félögin sem hér um ræðir hefur í tilfelli Norðuráls verið stofnað dótturfélag hér á landi utan um verkefnið. En eigendurnir eru erlendir þó að verkefnið sé stofnað hér á landi. Þess vegna líta málin svona út.