138. löggjafarþing — 45. fundur,  15. des. 2009.

heilbrigðisþjónusta.

308. mál
[22:33]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna. Ef ég skil frumvarpið rétt er verið að reyna að gera það mögulegt að einfalda stjórnkerfi viðkomandi heilbrigðisstofnana. Ekki er gengið fram með því að breyta því sem snýr að framkvæmdastjórn í hjúkrun og framkvæmdastjórn lækninga heldur kannski því sem snýr að neðra laginu.

Ég veit ekki, virðulegi forseti, hvort ég hef sérstaklega mörg orð um þetta. Ég held að þetta mál líti alveg ágætlega út og sé í anda þess sem við viljum sjá gerast hér á þinginu. Í fyrstu yfirsýn get ég ekki sagt neitt annað en að mér lítist alveg ágætlega á þetta mál og hlakki til að fara yfir það í hv. heilbrigðisnefnd.