138. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[13:13]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Herra forseti. Við framsóknarmenn höfum lengi barist fyrir jöfnum hlut kynjanna í samfélaginu og má nefna fjölmörg dæmi um það, m.a. í stjórnmálum. Við börðumst fyrir fæðingarorlofssjóðnum, við lögðum til ákvæði varðandi sem jafnastan hlut kynjanna í opinberum hlutafélögum. Þetta er hluti af því. Við erum eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur það í lögum sínum að það eigi að vera að lágmarki 40% af öðru kyninu í öllu starfi flokksins, hvort sem það eru kjörnir fulltrúar eða aðrir. Þessi tillaga er fullkomlega í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins og við teljum að með því að sett séu inn bráðabirgðaákvæði gefum við atvinnulífinu nægt ráðrúm til að bregðast við þessu. Vilji stjórnvalda, vilji Alþingis er mjög skýr, það er til hagsbóta fyrir atvinnulífið að bæði kynin komi að stjórnun fyrirtækja í landinu. Ég segi já.