138. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[13:19]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég er eindreginn stuðningsmaður einstaklingsfrelsis. Það frumvarp sem hér er væntanlega verið að samþykkja er íhlutun í málefni sem Alþingi kemur einfaldlega ekki við. Alþingi getur hvatt til jafnréttis og annað slíkt en það getur ekki þvingað því upp á fyrirtækin að standa svona að málum. Stýring með lögum er ekki af hinu góða.

Lögð er sú kvöð á öll fyrirtæki með yfir 25 starfsmenn að gefa upplýsingar um hvernig samsetningu stjórna er háttað. Ef við segjum sem svo að hvert fyrirtæki eyði 10 mínútum í að gefa þessar upplýsingar, og það eru 2.000 fyrirtæki í landinu, leggur slíkt vanhugsað ákvæði kostnað á fyrirtækin sem samsvarar 20.000 mínútna vinnu.

Ég er (Forseti hringir.) jafnréttissinni og ég vil vernda einstaklingsfrelsið en ég vil ekki vera með svona stjórnsemi. Ég segi nei.