138. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[13:35]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Frú forseti eða herra forseti — það er við hæfi að í umræðum um kynjakvóta skuli ég endurtekið kalla herra forseta frú forseta.

Nú greiðum við atkvæði um gildistökuákvæði þar sem 1. minni hluti nefndarinnar leggur til að gildistökuákvæðið frestist um fjögur ár til 2013 í samræmi við samstarfssamninginn. Þetta er vissulega jákvætt skref en þetta er samt þannig að það er verið að lögleiða kynjakvóta sem ég er alfarið á móti og þess vegna greiði ég atkvæði gegn tillögunni.