138. löggjafarþing — 47. fundur,  16. des. 2009.

hótanir, Evrópusambandið og Icesave.

303. mál
[14:20]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Mig langaði til að koma hérna upp í framhaldi af því sem hæstv. utanríkisráðherra sagði. Ég held að hann sé að tala hérna um bréf sem var sent 8. október — er það ekki? — frá Bretum til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar sem fram komu mjög ógeðfelldar ásakanir á íslensk stjórnvöld. Þar vorum við ásökuð um að hafa brotið harkalega af okkur og mismunað fólki á grundvelli þjóðernis. Ég held að það hafi komið skýrt fram í úrskurði ESA að neyðarlögin sem voru samþykkt hérna mismuna ekki heldur byggja á þessum stjórnskipulega neyðarrétti.

Ég hef óskað eftir því beint við ESA að fá að birta þessi gögn og ESA hefur neitað mér um það. Ég vil bara að það liggi algjörlega fyrir að utanríkisráðuneytið hefur ekkert á móti því að birta þetta bréf en ESA hefur stoppað birtinguna. Ég tel það nokkuð sem utanríkisráðherra ætti að taka upp við ESA, (Forseti hringir.) að það sé náttúrlega algjörlega óásættanlegt að þeir feli þessi gögn. Þjóðin á rétt (Forseti hringir.) á því að vita hvað stendur í þessu bréfi.