138. löggjafarþing — 48. fundur,  16. des. 2009.

fundarstjórn.

[20:06]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Frú forseti. Ég held að það sé mjög mikilvægt að forseti beiti sér núna fyrir því að það samkomulag sem var brothætt fyrir, eins og einhver nefndi, springi ekki í loft upp og þingstörfin þá fáu daga sem eftir eru af árinu fari ekki í tóma vitleysu, í rauninni vegna einhverrar þrákelkni sem virðist einkenna þau vinnubrögð sem lofað var að yrðu ekki viðhöfð.

Ef ekki á að standa við einhver af þeim atriðum sem eru í samkomulaginu sem var gert eru þingstörfin í miklu uppnámi, frú forseti. Ég vil því hvetja forseta til að gera hlé á þingfundinum nú þegar eða fljótlega til að hægt sé að kryfja þetta mál til mergjar og komast að því hvernig á að vinna sig út úr því ástandi sem hér virðist vera að skapast.