138. löggjafarþing — 48. fundur,  16. des. 2009.

fundarstjórn.

[20:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég tel mjög brýnt að fundið sé út úr því hvort þetta er brot á samkomulaginu yfir allt þingið eða bara í þessari einu nefnd. Ég trúi því varla að hv. formaður nefndarinnar, Lilja Mósesdóttir, hafi ætlað sér að brjóta samkomulagið. Ég vildi gjarnan að forseti reyndi að kanna það meðal stjórnarliða — þeir eru ekki frekar en vant er viðstaddir umræðuna — hvort þetta samkomulag sé farið fyrir bí. Það er náttúrlega ljóst að það liggur óhemjufjöldi af málum fyrir Alþingi og menn hafa verið að takmarka sig í ræðutíma og öðru slíku og ef samkomulagið er farið breytist náttúrlega öll vinnsla í þinginu.