138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

almannatryggingar o.fl.

274. mál
[16:05]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F):

Frú forseti. Hér eru greidd atkvæði um 8. gr. frumvarpsins þar sem lagt er til að bætur almannatrygginga hækki ekki samkvæmt verðlagi eins og lög gera ráð fyrir. Lög gera ráð fyrir því að bætur eigi að hækka samkvæmt verðlagi. Ég geri mér grein fyrir því að það mundi hafa verulegan kostnaðarauka í för með sér en engu að síður hefði ég viljað sjá í frumvarpinu að þetta yrði ekki gert og væri farið eftir lögum. Ég ætla því að sitja hjá við þetta og lýsa yfir þeirri afstöðu minni að ég tek ekki þátt í þessu.