138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

almannatryggingar o.fl.

274. mál
[16:07]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F):

Frú forseti. Í 16. gr. frumvarpsins er lögð til skerðing enn og aftur á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Ég legg til að þessi grein verði felld brott, búið er að skera nóg niður í Fæðingarorlofssjóð. Það vantar vissulega milljarð upp á það að fjármagna Fæðingarorlofssjóði eins og hann er en sjóðurinn á að fá sérstakan tekjustofn og það þarf einfaldlega að stækka þann tekjustofn til þess að verða við fjárþörf sjóðsins, hann er þegar berstrípaður. Margt fólk í landinu er líffræðilega búið að leggja drög að barneignum og það verður ekki tekið til baka. Ríkisstjórnin vill sækja þennan milljarð til þessa fólks á árunum 2010–2011. Ég segi að við eigum að sækja þennan milljarð til samtryggingakerfisins og tryggja fjármögnun Fæðingarorlofssjóðs til langs tíma. Ég mæli (Forseti hringir.) eindregið með því að við samþykkjum það að fella niður 16. gr.