138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

atvinnuleysistryggingar o.fl.

273. mál
[16:13]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F):

Frú forseti. Í 5. gr. frumvarpsins er lagt til að námsmenn í námsleyfi á sumrin, séu þeir sannanlega í miðju námi, njóti ekki réttinda til bóta úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Ég tel að sú meginhugsun sé rétt, ég tel að námsmenn eigi að þiggja framfærslu sína úr námslánakerfinu og að það eigi að sjá þeim fyrir framfærslu ef svo illa vill til að þeir annaðhvort stunda ekki nám á sumrin eða fá ekki vinnu á sumrin. En þá er líka ljóst að um leið og við samþykkjum þetta, enda er þetta skynsamleg meginhugsun, verður að fara á sama tíma í aðgerðir í námslánakerfinu og líka á vinnumarkaði til að tryggja að námsmenn verði ekki framfærslulausir á sumrin.