138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

atvinnuleysistryggingar o.fl.

273. mál
[16:14]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Með þessari breytingu á 5. gr. er ríkisvaldið að færa 400 milljónir frá sveitarfélögunum yfir til ríkisins. Ég verð að segja það, virðulegi forseti, að mér finnst nóg komið af þeim aðgerðum þar sem þegar er búið að færa 2 milljarða í formi tryggingagjalds. Mér finnst hæstv. ríkisstjórn ekki gera sér grein fyrir mjög alvarlegu ástandi hjá sveitarfélögunum í landinu. Það liggur alveg klárt fyrir að velferðarþjónustan verður skert og það mun koma harðast niður á sveitarfélögunum vegna þess að ríkisstjórnin er ekki fær um að taka til í sínum eigin ranni heldur lætur það koma frá öðrum.