138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

atvinnuleysistryggingar o.fl.

273. mál
[16:18]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F):

Frú forseti. Ég er haldinn mikilli þörf fyrir að gera grein fyrir atkvæði mínu varðandi þessar atkvæðagreiðslur. Og varðandi þessar breytingartillögur helgast þörfin af því að því hefur verið haldið fram að þetta frumvarp auki kostnað sveitarfélaga um allt að 2 milljarða. Þær breytingartillögur sem nefndin er að gera, og ég styð, koma algjörlega í veg fyrir að þessi kostnaðarauki lendi á sveitarfélögunum, þannig að ég styð þær að sjálfsögðu.