138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

lyfjalög.

321. mál
[16:26]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að fresta gildistöku ákveðinna ákvæða í lyfjalögum og við styðjum það. Þó vekjum við athygli á því, svo að því sé algjörlega til haga haldið, að við ætlumst til þess að framkvæmdarvaldið, hæstv. heilbrigðisráðherra, fari í þá vinnu, sem var hafin 2007 og haldið áfram 2008 og þangað til ný ríkisstjórn tók við, sem miðar að því að koma á sanngjarnara endurgreiðslukerfi fyrir þá sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Öll hagsmunasamtök sjúklinga, ASÍ og aðrir aðilar sem telja sig gæta umbjóðenda og þeirra sem minna mega sín, fara fram á það að við förum í þessa vinnu. Því miður var það norræna velferðarstjórnin sem tók þessa vinnu af. Við förum fram á það, virðulegi forseti, að þessi vinna verði sett af stað og hún verði tilbúin við gildistöku (Forseti hringir.) laga þessara.