138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

70. mál
[16:31]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um frumvarp sem gengur í hv. viðskiptanefnd undir nafninu „frumvarpið um fundarboð“. Ástæðan fyrir því að það gengur undir nafninu frumvarpið um fundarboð er vegna þess að þetta er frumvarp um fundarboð. Það sýnir kannski forgangsröðun ríkisstjórnarinnar að núna þegar við erum á síðustu metrunum í stórum málum hefur farið miklu meiri tími, margfalt meiri tími í frumvarpið um fundarboð en um Icesave-málið í hv. viðskiptanefnd sem átti sérstaklega að fjalla um einn mikilvægasta þáttinn þar.

Við segjum já við þessu máli, þetta er ágætismál, en einhver sem kann að forgangsraða hefði kannski metið það svo að það væri kannski skynsamlegra að hinkra örlítið með frumvarp um fundarboð á þessum tímum.