138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

82. mál
[16:40]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp sætir tíðindum að því leyti að hér eru ekki tillögur sem fela í sér aukna skattheimtu á atvinnufyrirtækin í landinu og er ástæða til að fagna því. Hins vegar er þetta frumvarp mjög á skjön að öðru leyti við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar sem hefur miðað að því að auka skattheimtuna í atvinnulífinu og torvelda þar með nýsköpun þar sem hefur verið heilmikil á undanförnum árum. Frumvarpið er líka í andstöðu við þá boðuðu fyrningarleið sem uppi er í sjávarútveginum. Ég fagna þessari stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar, það er ekki svo oft sem ástæða er til að fagna því sem frá ríkisstjórninni kemur.